Reykjavíkurborg hefur gengið frá samningi við Sérverk ehf. um uppsteypu og frágang á nýjum leik- og grunnskóla í Úlfarsárdal. Verkið var boðið út í opnu útboði og bárust tilboð frá 24 verktökum. Sérverk ehf. átti þar lægsta tilboðið og er samningsupphæðin 207,5 milljónir króna. Verktakinn mun hefjast handa þegar jarðvegsframkvæmdum verður lokið í byrjun ágúst.