Núverandi og fyrrverandi meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rós segja í samtali við breska blaðið Guardian að þeir eigihættu á gjaldþroti og jafnvel fangelsi vegna óréttláttrar saksóknar fyrir skattalagabrot. Segjast meðlimirnir að saksóknin sem hafi leitt til þess að þeir hafi misst trú á eigið land.
Í vor ógilti Landsréttur frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fjögurra liðsmanna sveitarinnar og sögðu héraðsdóminn verða að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar því þeir hafi ekki sætt álagi vegna stórs hluta vantaldra tekna sinna.
Frávísunin var byggð á þeim rökum að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur áður þrívegis dæmt íslenska ríkinu í óhag fyrir að vera með tvöfalda refsingu, og tvöfalda málsmeðferð fyrir sama brotið þegar sótt er til saka fyrir stórfelld skattsvik ofan á að viðkomandi sé gerð sekt á stjórnsýslustigi.
© Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
„Við erum tónlistarmenn, svo við réðum fólk sem við töldum að væru þeir bestu í heiminum. Og hann brást okkur,“ hefur Guardian eftir Georg, en hann er sagður einn þeirra hljómsveitarmeðlima sem íhugi alvarlega að yfirgefa landið vegna málsins.
„Við lögðum lykkju á leið okkar til að laga þetta, finna út hvað gerðist og borga peninginn til baka. Nú á hins vegar að rétta yfir okkur fyrir sama brotið á ný. Við erum ekki yfir nein lög hafin á Íslandi, en þessi lög eru ekki rétt. Við erum þess vegna að segja frá þessu því við erum í þeirri stöðu að á okkur er hlustað.“
Söngvari sveitarinnar, Jónsi, hefur þegar flutt til Los Angeles, en sama íhuga þeir Kjartan og Orri Páll að gera samkvæmt greininni.
„Við höfum í mörg ár komið landinu á framfæri, nú fara þau með okkur eins og glæpamenn,“ segir Jónsi.