Sjálfstæðisflokkurinn hagnaðist um 227 milljónir árið 2021 en hagnaðurinn nam 85 milljónum árið á undan.

Flokkurinn seldi byggingarrétt fyrir 340 milljónir á árinu. Án þeirra einskiptistekna hefði tapið numið 113 milljónum. Alþingiskosningar voru haldnar haustið 2021 og nam kostnaður vegna prófkjör vegna þeirra og kosningabaráttu 168 milljónum króna.

Flokkurinn fékk 221 milljón króna í styrki frá ríki og sveitarfélögum á árinu.

Óráðstafað eigið fé nam 1.245 milljónum króna í lok ársins 2021 en nam 476 milljónum árið á undan. Hækkaði það vegna hagnaðarins og vegna endurmats fasteigna. Endurmatið nam 540 milljónum króna.

Heildareignir flokksins í árslok voru 1.283 milljónir króna og skuldir voru 466 milljónir króna.

Hér má sjá ársreikning flokksins.