Hefðbundin sölu- og markaðsstarfsemi með lítt unnar sjávarafurðir á vegum SÍF samstæðunnar hefur nú verið færð í sjálfstætt dótturfélag. Verður starfsemin rekin undir merkjum Iceland Seafood og hefur sá rekstur verið færður undir eignarhald Iceland Seafood International ehf. sem er að fullu í eigu SÍF hf. segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Eftirfarandi félög SÍF-samstæðunnar hafa verið færð undir Iceland Seafood International Group

SIF Iceland Seafood Ltd. (Bretlandi)

Iceland Seafoood SAS (Frakklandi)

SIF Canada Ltd. (Kanada)

SIF Iceland Seafood GmbH (Þýskalandi)

SIF Italia Srl (Ítalíu)

SIF Spain Sl (Spáni)

SIF Hellas SA (Grikklandi)

Samanlögð velta þessara félaga sem nú mynda samstæðu Iceland Seafood International Group verður árið 2004 um 300 milljón evrur og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) um 3,7 milljónir evra. Stofnefnahagsreikningur samstæðu Iceland Seafood International Group 1. nóvember 2004 nemur 113,1 milljónum evra. Eigið fé félagsins er rúmar 10,5 milljónir evra en því til viðbótar er víkjandi breytilegt lán að fjárhæð 7,0 milljónir evra frá SÍF-samstæðunni.