*

mánudagur, 28. september 2020
Innlent 27. mars 2020 07:04

Sjávarafurðir verði einnig markaðssettar

Í umsögn SFS um frumvörp vegna COVID-19 er lagt til að einnig verði lagst í markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum.

Ritstjórn
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Haraldur Guðjónsson

Í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um þau frumvörp sem kynnt hafa verið til að bregðast við COVID-19 veirunni leggja samtökin til að samhliða 1.500 milljóna króna átaki til markaðssetningar Íslands sem ferðamannalands verði lagst í markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum.

Markaður fyrir ferskan fisk í Evrópu hafi nær þurrkast út og fólk hamstri nú frosnar vörur. Ferðabann Bandaríkjanna þýði síðan að erfitt sé að flytja ferskan fisk á þá markaði sem áður voru opnir. Fyrirséð er að greinin muni verða fyrir höggi vegna þessa. Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri SFS.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: SFS COVID-19