*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 16. janúar 2017 07:46

Sjómannadeilan kostar milljarða

Gera má ráð fyrir að sjómannadeilan hafi nú þegar kostað þjóðarbúið um 12 til 15 milljarða.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gera má ráð fyrir því að sjómannadeilan hafi kostað þjóðarbúið um 12 til 15 milljarða króna ef miðað er við útflutningsverðmæti sjávarafurða upp á 500 milljónir á dag. Verkfallið hefur staðið yfir frá 14. desember. Um málið er fjallað í Morgunblaðinu.

Þar er haft eftir Svavari Þór Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sæmarks, sem segir að það sé „ófremdarástand“ á mörkuðum og að viðskiptavinir fyrirtækisins séu uggandi yfir öryggi íslenskra markaða.

Viðræðurnar milli sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja virðast færast í rétta átt, samninganefndir funduðu um helgina og jákvæðari tónn var í samningamönnum fyrir helgi. Haft er eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, að það hafi verið mjög góður gangur í viðræðunum. Hún útilokar ekki að samningar nást í vikunni.

Stikkorð: Verkfall sjómenn SFS kostar milljarða deila