Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur staðfest skipulagsáætlanir vegna iðnaðar- og athafnasvæðisins við Grundartanga. Þar með er ljóst að Silicor Materials fær að byggja 90 milljarða króna sólarkísilverksmiðju á lóðinni fyrir austan álver Norðuráls.

Stærsti eigandi Silicor Materials er Hudson Clean Energy Partners, en samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er Hudson bandarískur fjárfestingarsjóður sem starfar undir eftirliti Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (SEC). Sjóðurinn sérhæfir sig í „grænum“ fjárfestingum með áherslu á umhverfisvæn orkufyrirtæki og iðnað. Skandinavískir lífeyrissjóðir eiga um þriðjung í Hudson-sjóðnum. Danski lífeyrissjóðurinn Arbejdsmarkedets tillægspension (ATP) á stóran hlut sem og sænskir lífeyrissjóðir. ATP er stærsti lífeyrissjóður Danmerkur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .