Til skoðunar er að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr milljarði í sex hundruð milljónir króna. Morgunblaðið hefur þetta eftir heimildum. Á fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var gert ráð fyrir 488 milljóna viðbótarframlagi til sjóðsins á næsta ári.

Guðlaugur Þ. Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Hann segir fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar vera í heildarendurskoðun.

Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að þetta myndi þýða að ráðist yrði í gerð færri íslensksra kvikmynda en ella. Það hafi líka gerst árið 2010 þegar framlög voru skorin úr 700 milljónum niður í 450 milljónir.