Skilanefnd Landsbankans hefur gagnrýnt sölu Debenhams úr þrotabúi Baugs en fyrir milligöngu breska bankans HSBC var 13% hlutur Baugs í tískuvöruversluninni seldur í gær á 45 pens á hvern hlut.

Frá þessu er greint á vef Financial Times (FT) í dag en eftir söluna lækkaði gengi Debenhams um 11% og var 48 pens við lok markaða í gær.

FT hefur eftir heimildarmanni innan Skilanefndar Landsbankans að hún sé ánægð með það að hafa ekki verið upplýst um söluna fyrirfram og íhugi nú að fá lögfræðiálit á gjörningnum.

Í tilkynningu frá HSBC í gær kemur fram að bankinn hafi einn haft milligöngu um söluna.