*

föstudagur, 15. nóvember 2019
Innlent 6. júní 2018 11:15

Skoða kaup á kröfu gegn Valitor

Erlendir kröfukaupendur hafa sýnt áhuga á að kaupa bótakröfu Datacell og Sunshine Press Production á hendur Valitor.

Ritstjórn
Erlendir aðilar hafa áhuga á að kaupa kröfu á hendur Valitor.
Aðsend mynd

Tveir kröfukaupendur erlendis frá hafa sýnt áhuga á að kaupa kröfu í skaðabótamáli Datacell og Sunshine Press á hendur greiðslukortafyrirtækinu Valitor. Þetta kemur fram í Markaðnum.

Þessi krafa tengist riftun Valitors á greiðslugátt Datacell og Sunshine Press Production, en þessu tvö félög tóku við styrkjum í gegnum þessa greiðslugátt. Árið 2013 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að riftunin hafi verið ólögmæt. Frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna þessarar riftunar.

Samkvæmt heimildum Markaðarins, hefur Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og Sunshine Press Production, reynt að ná samkomulagi við Valitor sem hljóði upp á um tvo milljarða króna.