„Þetta er mjög mikilvægur áfangi og stórtíðindai því margir hafa beðið eftir þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í næstu sveitarstjórnarkosningum, um nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem undirritað var með viðhöfn í Höfða í dag. Deiliskipulagið hefur verið í vinnslu frá árinu 2006 eða í átta ár.

Dagur segir nýtt aðalskipulag fela í sér að borgin verði þróun í meiri mæli inn á við en áður, hún þétt og samgöngukerfið gert liprara. Af þeim sökum megi búast við meiri uppbyggingu á svæðum sem eru nálægt vinnustöðu. Það eigi að stytta vegalengdir frá heimili til vinnu.

Komið er inn á Reykjavíkurflugvöll í skipulaginu og tekið tillit til starfshóps undir forystu Rögnu Árnadóttur en starfshópurinn á að finna nýjan stað fyrir Reykjavíkurflugvöll. Samkvæmt aðalskipulaginu nýja fær NS-flugbrautin að vera til ársins 2022. Þriðja flugbrautin fer strax. Hún átti upphaflega að fara í kringum síðustu aldamót þegar flugvöllurinn var endurgerður.