Fjárfestar í Evrópu óttast skuldavanda Spánar og Ítalíu og allar helstu hlutabréfavísitölur Evrópu lækkuðu í morgun. Þá hrundi álag á ríkisskuldabréf Ítalíu og Spánar í morgun. Seðlabanki Evrópu(ECB) boðaði í gær inngrip á skuldabréfamarkað í von um að róa markaði.

Talið er að Seðlabanki Evrópu hafi keypt skuldabréf Ítalíu og Spánar í morgun. Talið er að skuldabréfakaupin seðlabankans þurfi að nema allt að 1,2 billjónum dollara samkvæmt mati Royal Bank of Scotland til að löndin lendi ekki í vandræðum.