Viðskipti með skuldabréf í Kauphöllinn í dag námu 9,6 milljörðum króna. Lítil breyting var á skuldabréfavísitölu GAMMA sem lækkaði um 0,05%. Verðtryggð skuldabréfavísitala GAMMA breyttist lítið, um 0,01%, og óverðtryggð vísitala lækkaði um 0,1%. Velta með verðtryggð bréf nam 2,6 milljörðum en velta með óverðtryggð bréf var 7 milljarðar króna.

Mest voru viðskiptin með lengstu ríkisbréfin sem eru á gjalddaga 2019 og 2025, fyrir samtals um 5 milljarða króna. Í verðtryggðu flokkunum var mesta veltan með íbúðabréf á gjalddaga 2034 þar sem veltan nam rúmum milljarði króna.