Undirliggjandi hrein skuldastaða þjóðarbúsins, án innlánsstofnana í slitameðferð lækkaði niður í -11% af vergri landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi en var -12% í lok árs 2013. Í Morgunpósti IFS greiningar segir að breytingin stafar fyrst og fremst af hærri landsframleiðslu og lítilsháttar hækkun erlendra eigna.

Undirliggjandi erlend staða þjóðarinnar að að teknu tilliti til uppgjörs þrotabúa nam -51% af vergri landsframleiðslu í lok fyrsta ársfjórðung. Til samanburðar má nefna að í lok fyrsta ársfjórðungs 2013 nam erlend staða þjóðarinnar án innlánsstofnana í slitameðferð -26% af vergri landsframleiðslu og undirliggjandi staða nam -65% af vergri landsframleiðslu. Skuldastaðan hefur því batnað umtalsvert á einu ári.