Skuldatryggingarálag á 5 ára skuldabréf Ríkissjóðs Íslands hefur lækkað hratt í febrúar. Þetta byggir á gögnum frá Bloomberg.

Í byrjun mánaðarins var það í kringum 280 punkta en er komið í 224. Á sama tíma hefur álagið á skuldir spænska ríkisins hækkað umtalsvert, er nú 252 punktar en var um 225 í byrjun febrúar.

Skuldatryggingarálag á Ísland og Spán.
Skuldatryggingarálag á Ísland og Spán.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Ísland nálgast meðaltal Evópuríkja hratt

Meðaltalsálagið á skuldir Evrópuríkjanna hefur hækkað nokkuð í mánuðinum eftir að hafa lækkað mikið í janúar. Meðtalsálagið er nú 192 punktar, fór hæst í um 240 í febrúar. Er munurinn á álaginu á Ísland og meðaltalinu aðeins 32 punktar.

Skuldatryggingarálag á Ísland og meðaltalsálag Evópulanda.
Skuldatryggingarálag á Ísland og meðaltalsálag Evópulanda.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)