*

laugardagur, 22. febrúar 2020
Innlent 6. nóvember 2018 13:44

Skúli: Erfiðustu stundir ævinnar

Skúli Mogensen, stofnandi Wow air, segir síðustu 72 klukkustundir hafi verið einhverjar þær erfiðustu sem hann hafi upplifað.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, stofnandi WOW air.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Skúli Mogensen, stofnandi Wow air, segir síðustu 72 klukkustundir einhverjar þær erfiðustu sem hann hafi upplifað á sinni ævi í færslu á Facebook. Taka hafi þurft ákvörðun um framtíð Wow air í ljósi mjög krefjandi aðstæðna.

Hann telji sig hafa gert rétt með því að tryggja að Wow air verði dótturfélag Icelandair Group. „Augljóslega var það ekki upphafleg áætlun mín eða sýn fyrir Wow air, en í ljósi aðstæðna tel ég það besta mögulega niðurstaða til að tryggja framtíð Wow air til lengri tíma," segir Skúli.

Wow air muni halda áfram rekstri á eigin flugrekstrarleyfi með sama starfsfólki. Þá hafi Icelandair verið frumkvöðull í flugrekstri á Íslandi í 80 ár og byggt upp ffrábært leiðakerfi. Skúli segist sannfærður um að reynslan innan flugfélaganna tveggja muni tryggja að rekstrargrundvöll sameinaðra félaga til næstu ára. Félögin hafi alla burði til að vera leiðandi á heimsvísu.

Skúli segist mjög stoltur af þeim hópi sem hafi verið byggt Wow upp síðustu sjö ár. Hann segist þakklátur fyrir þær viðtökur sem flugfélagið hafi fengið frá farþegum. Hanni ætli að halda áfram að gera sitt besta fyrir starfsfólk og farþega flugfélagsins. 

Færslu Skúla í heild sinni má sjá hér að neðan.