Samkvæmt nýjum hagtölum sem bandarísk yfirvöld sendu frá sér í gær jókst smálsala töluvert þar í landi í marsmánuði eða um 0,7%, sem er mesta hækkun í meira en eitt ár. Sala hafði einnig aukist í febrúarmánuði um 0,5% og er talið að þetta gefi til kynna að einkaneysla sé ekki að dragast saman í Bandaríkjunum þrátt fyrir að lækkanir á húsnæðisverði að undanförnu.

Þetta kom sérfræðingum á Wall Street nokkuð á óvart, en í skoðanakönnun sem Dow Jones fréttastofan gerði á meðal 15 hagfræðinga var því spáð að smásala myndi aukast um 0,5% í marsmánuði. Einkaneysla í Bandaríkjunum skýrir um 70% af vergri þjóðarframleiðslu.