Snædís Baldursdóttir hefur verið ráðin fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.

Snædís hefur unnið sem sérfræðingur í markaðsrannsóknum og árangursmælingum í markaðsdeild Landsbankans undanfarin sjö ár. Hún er með BA gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Snædís leggur stund á markþjálfunarnám hjá Opna háskólanum samhliða starfinu.

„Snædís er mikill fengur fyrir samtökin. Með komu hennar ætlum við að auka samskipti við styrktaraðila samtakanna, gera verkefni UN Women sýnilegri og auka áhuga landsmanna á jafnréttismálum í fátækustu löndum heims enn frekar,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.