Samfélagsmiðillinn Snapchat hefur keypt kanadíska fyrirtækið Bitstrips og samkvæmt heimildum vefmiðilsins Pulse nemur kaupverðið um 100 milljónum dala, andvirði um 12,6 milljörðum króna.

Bitstrips heldur úti snjallforritinu Bitmoji, sem gerir notendum kleyft að búa til sínar eigin táknmyndir, eða emoji myndir, sem þeir geta svo sent vinum sínum í gegnum alls kyns samfélagsmiðla, þar á meðal Snapchat.

Bitstrips var stofnað árið 2007 var hugsunin fyrst sú að notendur gætu búið til eigin teiknimyndasögur. Áherslan er nú á táknmyndirnar.