Sjóðastýringafélag George Soros, Soros Fund Management, seldi 42% af hlutabréfaeign sinni á 2. ársfjórðungri. Minnkaði því hlutabréfeign sjóða félagsins úr 8,8 milljörðum dala í 5 milljarða dala.

Samtals hefur félagið 25 milljarða dala í stýringu. Stærstu hluti eigna sjóðanna eru gull, eða um 13% af heildareignum. Samkvæmt skýrslu sem Soros sendi bandaríska fjármálaeftirlitinu (SEC) seldi félagið öll hlutabréf sín í brasilíska olíurisanum Petrobras, og næstum öll hlutabréf í Wal-Mart, JP Morgan Chase og lyfjarisanum Pfizer.

Soros tjáir sig að jafnaði ekki um ársfjórðungsskýrslur sínar til SEC, en sjóðastýringarfélögum er skylt að senda stofnuninni slíkar skýrslur. Sérfræðingar á Wall Street telja að þessar upplýsingar geti haft áhrif á aðra fjárfesta og valdið því að þeir selji frekar hlutabréf sín.