Bandaríska S&P 500 vísitalan endaði í 1.402 stigum við lokun markaða í Bandaríkjunum í gærkvöldi en hlutabréf bæði vestra og annars staðar í heiminum hafa hækkað mikið að undanförnu. Það markar tímamót að S&P 500 rjúfi nú 1.400 stiga múrinn en vísitalan hefur ekki verið hærri en nú frá sumrinu 2008 . Frá áramótum nemur hækkun S&P 500 nú 11%