IFS Greining segir að með tilliti til verðbólguþróunar síðustu mánaða ásamt verðbólguhorfum næstu mánaða og veikingu krónunnar megi búast við því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í næstu viku.

Í stýrivaxtaspá IFS greiningar segir m.a. að lítið hafi breyst frá síðustu ákvörðun; krónan hafi veikst um 0,1% og verðbólga í takt við væntingar Seðlabankans.

IFS Greining bendir á að virkir raunstýrivextir, miðað við 12 mánaða verðbólgu, eru nú um 2,2% en raunstýrivextir m.v. veðlánavexti SÍ eru um 2,8%. Búast má við hækkun raunvaxta í kjölfar hjaðnandi verðbólgu í sumar sem styður við óbreytta vexti og eykur aðhald peningastefnunnar, að mati IFS.

Stýrivaxtaspá IFS Greiningar