Greiningardeild Landsbankans spáir því að endanleg vísitala neysluverðs fyrir janúar hækki um 0,1% frá fyrri mælingu sem fór fram í janúarbyrjun. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,0% samanborið við 5,9% í síðustu mælingu, en mælingin nú mælir í raun tólf og hálfs mánaðar breytingu VNV.

"Útsöluáhrif munu að þessu sinni vega á móti öðrum hækkunum en við gerum ráð fyrir 3-4% verðlækkun á fatnaði og skóm. Aftur á móti má búast við áhrifum til hækkunar af matvöru, húsnæði og eldsneyti. Auk þess má gera ráð fyrir lítilli hækkun á öðrum liðum svo sem á þjónustu hótela og veitingastaða og á annarri vöru og þjónustu," segir greiningardeildin.

Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga sinna þann 29.janúar n.k