Frank-Walter Steinmeier hefur verið kjörinn nýr forseti Þýskalands af þýska þinginu. Steinmeier er 61 árs gamall og er einn af vinsælustu stjórnmálamönnum Þýskalands. Staðan er að mestu leyti valdalaus - en forseti Þýskalands er meðal annars andlit þjóðarinnar út á við. Steinmeier var sigurstranglegasti frambjóðandinn þrátt fyrir að Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hafi verið treg til að styðja framboð Steinmeiers.

Á meðan bandarísku kosningabaráttunni stóð, þá fór Steinmeier ófögrum orðum um frambjóðandann Trumpog kallaði hann meðal annars „boðbera haturs“. Honum hefur verið lýst sem „and-Trump (e. anti Trump)“ og hefur Steinmeier gagnrýnt harðlega þá sem láta hræðsluna knýja áfram stjórnmál.

Steinmeier hlaut 931 atkvæði í þinginu af 1.260 mögulegum. Steinmeier er sósíaldemókrati og var áður utanríkisráðherra Þýskalands. Steinmeier tekur við forsetastólnum af hinum 76 ára gamla Joachim Gauck, sem mun hætta afskiptum af stjórnmálum í lok kjörtímabilsins.