Fimm manna stjórn hjá Ísfélaginu verður sjálfkjörin á aðalfundi útgerðarfélagsins á miðvikudaginn, 17. apríl, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Ein breyting verður aðalstjórn félagsins en stjórnarformaðurinn Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Gunnlaugur hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 1991.

Sigríður Vala tekur sæti í stjórninni

Sigríður Vala Halldórsdóttir tekur sæti í stjórn Ísfélagsins í stað Gunnlaugs. Stjórn Ísfélagsins verður því skipuð eftirtöldum einstaklingum:

  • Einar Sigurðsson
  • Guðbjörg Matthíasdóttir
  • Gunnar Sigvaldason
  • Steinunn H. Marteinsdóttir
  • Sigríður Vala Halldórsdóttir

Sigríður Vala starfar sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála og upp­lýs­inga­tækni hjá Sjóvá þar sem hún hefur starfað frá árinu 2016, áður sem for­stöðu­mað­ur hag­deild­ar. Hún starf­aði hjá Cred­it­in­fo árin 2015-2016 sem for­stöðu­mað­ur við­skipt­a­stýr­ing­ar og 2008-2015 í fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Ís­lands­banka. Hún sat í stjórn­um HS Veitna árin 2014-2022 og Sýnar á árunum 2019-2022. Hún situr í dag í stjórn Við­skipta­ráðs Ís­lands.

Sigríður Vala Halldórsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)