Mikill meirihluti stjórnenda á Íslandi er á þeirri skoðun að útrás íslenskra fyrirtækja muni halda áfram á sama eða meiri hraða en hingað til, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar Miðlunar fyrir Viðskiptablaðið. Kvenstjórnendur eru mun bjartsýnni en karlar á meðal stjórnenda. Könnunin var gerð dagana 15. október til 6. nóvember og voru 514 stjórnendur íslenskra fyrirtækja spurðir. 52% telja að útrásin muni fara fram á sama hraða og hingað til, 15% að hraðinn verði meiri og 32% að hann verði minni.

Nánar verður greint frá niðurstöðum könnunarinnar í Viðskiptablaðinu á morgun.