Stofnun Eimskips skipti miklu máli í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, en áður en fyrirtækið var stofnað sáu erlend skipafélög um bæði fólks- og farþegaflutninga til og frá Íslandi. Þetta er Gylfa Sigfússyni hugleikið á 100 ára afmæli fyrirtækisins. Aðspurður hvaða einstöku þættir leiki stærstan þátt í sögu fyrirtækisins nefnir hann líka seinni heimstyrjöldina. Gylfi segir að framundan hjá fyrirtækinu sé áframhaldandi þróun siglinga á Norður-Atlantshafi.