Bankamenn og útrásarvíkingar eru í aðalhlutverki í nokkrum málum fyrir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Dagurinn hófst klukkan 9 með síðasta degi aðalmeðferðar í Al Thani-máli embættis sérstaks saksóknara gegn þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, Hreiðari Má Sigurðssyni, sem var forstjóri bankans, Magnúsi Guðmundssyni, sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, og Ólafi Ólafssyni, sem var einn af stærstu hluthöfum bankans.

Hálftíma síðar var fyrirtaka í skaðabótamáli Landsbankans gegn þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra gamla Landsbankans, Steinþór Gunnarssyni og Yngva erni Kristinssyni, fyrrverandi yfirmönnum bankans.

Síðasta stóra málið í héraðsdómi er svo klukkan 10:20 með þingfestingu á máli embættis sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrverandi forstjóra FL Group, vegna viðskipta með danska flugfélagið Sterling.