Franski öfgaflokkurinn Frakkland Þjóðfylking bar sigur af hólmi í Evrópukosningunum á sunnudagskvöldi, sem leiddu til áður óséðrar fylgisaukningar út um alla Evrópu hjá flokkum sem tortryggja Evrópusambandið.

Frakkland Þjóðfylking undir stjórn Marine le Pen var einn af fjórum öfgaflokkum til að bera sigur af hólmi í Evrópukosningunum. Hinir flokkarnir voru breski sjálfstæðisflokkurinn UKIP sem Nigel Farage leiddi, danski Þjóðarflokkurinn og vinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi. Í Bretlandi markaði sigur UKIP tímamót þar sem í fyrsta sinn síðan árið 1906 hafði annar flokkur en Íhaldsflokkurinn eða Verkamannaflokkurinn fengið flest atkvæði í landinu.

Líklega mun enginn sigur þó vera jafn áhrifamikill í Brussel en sigur Le Pen í Frakklandi sem auk Þýskalands stofnaði Evrópusambandið og hefur verið drifkraftur þess í hálfa öld. Hollande frakklandsforseti hélt neyðarfund til þess að ræða niðurstöður kosninga. Fyrir fundinn sagði Manuel Valls forsetisráðherra Frakklands að Evrópusambandið yrði að bregðast við stórsigri Frakklands Þjóðfylkingar og annarra flokka sem tortryggja Evrópusambandið.

Þeir sem ala á andúð í garð innflytjenda gekk einnig mjög vel. Í Hollandi fékk Frelsisflokkurinn sem beitir sér gegn múslímum meðal annars 13 prósent atkvæða.

Tim Newark höfundur Protest Vote vill meina að stjórnmálamenn eins og Farage og Le Pen séu að fá svona mörg atkvæði vegna þess að þau eru atkvæðið gegn hinu hefðbundna. Fólk er komið með nóg af stjórnmálum sem hljóma alltaf eins og skila litlum árangri.