Englandsbanki gæti þurft að hækka stýrivexti mikið, allt upp í 8%, í baráttu við verðbólgu. Þetta er mat Andrew Lilico, hagfræðings hjá Policy Exchange. Yrðu þetta hæstu vextir síðan í kringum 1990. Kemur þetta fram á vef Daily Telegraph. Bankinn hefur prentað gríðarlega mikið magn peninga, eða um 200 milljarða punda, vegna kreppunar sem nú er í Bretlandi. Óttast Lilico að þessi mikla seðlaprentun muni valda verðbólgu sem aftur kallar á vaxtahækkanir. Telur hann að stýrivextir geti farið í allt að 8% 2012.