*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 22. maí 2019 08:57

Stýrivextir lækkaðir um 0,5%

Peningastefnunefnd hefur ákveðið að lækka stýrivexti úr 4,5% niður í 4%

Ritstjórn
Á myndinni eru sitjandi frá vinstri Katrín Ólafsdóttir, Már Guðmundsson formaður og Rannveig Sigurðardóttir. Standandi frá vinstri eru Þórarinn G. Pétursson og Gylfi Zoëga. Peningastefnunefnd Seðlabanki Íslands seðlabankastjóri
Aðsend mynd

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5% prósent. Munu þeir því fara úr 4,5% niður í 4%. Þetta kemur fram á vef bankans.

Greiningardeildir bankanna spáðu allar að vextir yrðu lækkaðir en það var Arion banki sem reyndist sannspár um prósentubreytinguna.

„Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans," segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

„Í stað 1,8% hagvaxtar á þessu ári eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Þessi umskipti stafa einkum af samdrætti í ferðaþjónustu og minni útflutningi sjávarafurða vegna loðnubrests. Af þessum sökum mun framleiðsluspenna snúast í slaka á næstunni."

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is