Seðlabanki Noregs lækkaði stýrivexti í dag.

Stýrivextir voru lækkaður um hálft prósentustig og eru þeir nú 4,75%. Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem tilkynnt er um lækkun stýrivaxta í Noregi.

Frá þessu er greint á fréttavef BBC.

Seðlabanki Noregs hefur einnig endurskoðað peningamálastefnu sína. Spáir seðlabankinn nú 2,5% hagvexti á árinu, áður hafði hann spáð 3,25% hagvexti.

Í frétt BBC segir að greinendur höfðu sumir hverjir spáð frekari stýrivaxtalækkun í Noregi. Ótti við frekari verðbólgu hafi þó valdið því að Seðlabankinn fór hægar í sakirnar og lækkaði aðeins um 0,5%. Meginmarkmið Seðlabankans sé nú að vinna bug á verðbólgunni.

Verðbólga mælist nú 3,1% yfir verðbólgumarkmiðum norska seðlabankans sem er 2,5%.

Stýrivextir voru einnig lækkaðir í Bandaríkjunum nú síðdegis og í Kína fyrr í dag.