Skálmöld
Skálmöld
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Kraumur tónlistarsjóður úthlutaði í gær rúmlega tveimur milljónum til verkefna á sviði íslenskrar tónlistar. Alls voru sex verkefni styrkt að þessu sinni. Hæsta styrkin hlaut tónleikaferðin Partíþokan sem er verkefni Svavars Pétur Eysteinssonar sem fer fyrir hljómsveitinni Prinspóló. Í tónleikferðinni munu FM Belfast, Borko, Sin Fang og Prinspóló spila. Þá fengu Hallveig Rúnarsdóttir og Gerrit Schuil, hljómsveitin Valdimar, Ghostigital og Captain Fufanu, Frelissveit Nýja Íslands og Skálmöld einnig styrki.Alls bárust 119 umsóknir til sjóðsins.

Kraumur er sjálfstæður sjóður á vegum Auroru velgerðarsjóðs. "Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Markmiðið er að styrkja stöðu ungra tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, faglegri aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi," er fram kemur á vefsíðu sjóðsins.