Sumarþingi verður frestað í dag og hefst ekki að nýju fyrr en í september. Kristján L. Möller, 1. varaforseti Alþingis, segir í samtali við Morgunblaðið þegar þingið komi saman að nýju 10. september næstkomandi verði þingdagarnir sex frá 10.-12. september og svo frá 16.-18. september. Þetta er gert til að skapa meira ráðrúm til að undirbúa fjárlagafrumvarp, skattalagabreytingar og aðrar ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Á dagskrá Alþingis í dag hefur verið boðað til sérstakrar umræðu um úthlutunarreglur LÍN og kjör stúdenta. Þá verður fjallar um árangur vinnumarkaðsaðgerða fyrir ungt fólk, kosið í bankaráð Seðlabankans, í Þingvallanefnd, í nefnd um erlenda fjárfestingu, í landkjörstjórn, yfirkjörstjórnir og stjórn RÚV ásamt því að ræða um almannatryggingar og málefni aldraðra.