Félagið Surtur ehf. var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. nóvember sl. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum lokið þann 24. febrúar sl. Lýstar kröfur í Surt ehf. námu alls rúmlega 90 milljónum króna.

Surtur ehf. hét áður G.E.B.S.I ehf. en nafninu var breytt í Surtur ehf. þann 13. nóvember 2010, skömmu áður en félagið var úrskurðað gjaldþrota. Viðskiptablaðinu er ekki kunnugt um hvort nafnabreytingin hafi leitt til gjaldþrots.