Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson verða að öllum líkindum skiptastjórar þrotabús Wow air sem tekið verður til gjaldþrotaskipta á eftir í Héraðsdómi Reykjavíkur að því er mbl.is greinir frá.

Ljóst er að kröfur í búið munu hlaupa á öðrum tug milljarða hið minnsta en líkt og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun voru langtímaskuldir Wow air um síðustu mánaðamót 16 milljarðar króna.

Rekstur Wow air stöðvaðist í nótt eftir að Air Lease Corporation kyrrsetti flugvélar sem þeir leigðu til Wow air. Skúli Mogensen sagði við RÚV að félagið hafi verið nálægt því að ljúka hlutafjáraukningu og að hann hefði sett aleigu sína í rekstur Wow air.