Hlutabréfaverð Sýnar hefur hækkað um í dag 6% frá því félagið tilkynnti að sala félagsins á óvirkum fjarskiptainnviðum til erlendra fjárfesta væri á lokametrunum. Áreiðanleikakönnun er lokið samkvæmt tilkynningunni frá Sýn. Könnunin er sögð hafa stutt við helstu skilmála sem áður hafa verið tilkynntar.

Því er vinna hafin við endanlega frágang við samninga. Viðskiptin eru sögð háð samkomulagi náist milli aðila við skjalagerð og með fyrirvara um aðkomu eftirlitsstofnana.

Sýn greindi frá því 23. október að það hefði hafið viðræður við erlenda fjárfesta um sölu og 20 ára endurleigu á á hluta farsímainnviða félagsins. Væntur söluhagnaður félagsins af viðskiptunum var sagður vera yfir sex milljarðar króna.