Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 1,61%, í 5,9 milljarða viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar í dag. Fór vísitalan, þar sem helmingur félaganna 20 sem skráð eru, í 2.155,04 stig, nú á fyrsta degi ársins.

Einungis eitt félag lækkaði í virði í kauphöllinni í dag, það er Eimskipafélagið en líkt og þegar Viðskiptablaðið sagði frá því fyrr í dag að mikil gróska væri á markaði í dag stóðu tvö félög í stað, það eru Heimavellir og Origo, en nú hefur Arion banki bæst við þann hóp, úr því að hafa verið í lækkun þá.

Námu heildarviðskiptin sem skráð voru á daginn í dag þegar upp er staðið ríflega 1,3 milljarði króna, sem eru langsamlega mestu viðskiptin með gengi bréfa eins félags í dag. Næst mestu viðskiptin voru svo með bréf Marel, eða fyrir 707,2 milljónir króna, en gengi bréfa félagsins hækkaði um 1,95%, í 626 krónur.

Hagar hækkaði svo eftir sem áður mest, eða um 4,34% líkt og í hádeginu, í 45,70 krónur, en í 219 milljóna króna viðskiptum þegar upp er staðið.

Hækkun Icelandair jókst þegar leið á daginn og endaði hún í 3,91, eða í 7,84 krónum, í 163 milljóna króna viðskiptum og fór svo Sýn í þriðja sætið með 3,57% hækkun, í 101 milljóna króna viðskiptum, og nam lokagengi bréfa fjarskiptafélagsins 36,25 krónum.