Í viðtali Viðskiptablaðsins við Jón Helga Guðmundsson eiganda Byko kemur fram að tap varð af rekstri Byko í fyrra í fyrsta sinn í sögu félagsins. Að sögn Jóns Helga hefur verslun með byggingavörur dregist saman um 40-50% á Íslandi og stjórnendur Byko hafa orðið að bregðast við því með því að segja upp 35% starfsmanna sem Jón Helgi segir að hafi verið afar sársaukafullt ferli. Hann segist þó vonast til þess að botninum sé náð og ekki þurfi að koma til frekari uppsagna þar.

"Það var tap af rekstri Byko á síðasta ári í fyrsta sinn í sögu félagsins og þetta verður mjög erfitt ár. Ég held að byggingamarkaðurinn verði mjög erfiður næstu tvö til þrjú árin. Hann er að skrapa botninn núna og getur vonandi bara farið uppá við úr þessu. Byko er erfiðasta rekstrareiningin okkar í dag." Um samkeppni frá félögum eins og Bauhaus segir Jón Helgi að sé ómögulegt að segja til um. Þeir hafi haft fyrir því að byggja upp aðstöðu og munu líklega hefja starfsemi hér þegar aðstæður leyfa.

Eins og flestum er kunnugt er Byko upphafið að fjölskylduveldi Jóns Helga. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær.