Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, talsmanns FL Group, er danska viðskiptablaðið Børsen með rangar tölur í viðmiði sínu varðandi stöðu félagsins í B&O. Að sögn Kristjáns er tap FL Group af stöðunni um það bil 10 milljónir danskara króna eða 110 milljónir króna.

Børsen hélt því fram að virði hlutarins hefði lækkað um 60 milljónir króna á meðan FL Group átti hann en Kristján sagðist ekki átta sig á því hvernig það hefði verið reiknað. Þegar tekið væri tillit til verðþróunar og arðgreiðsla væri lækkunin um það bil 10 milljónir danskra króna.