Tekjur hryðjuverkasamtakanna ISIS í mið-austurlöndum hafa fallið um ríflega 30% milli ára. Greiningarfyrirtæki að nafni IHS heldur þessu fram í nýrri skýrslu sinni.

Í Bandaríkjadölum talið hafa tekjurnar farið úr því að vera 80 milljónir dala í að vera 56 milljónir. Það er lækkun um tæplega þrjá milljarða milli ára. OIíuframleiðsla samtakanna hefur dregist saman í kjölfar síendurtekinna árása Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á olíuborsvæði og verksmiðjur ISIS.

Á síðasta ári framleiddu hryðjuverkamennirnir 33 þúsund tunnur af hráolíu á dag, sem voru svo seldar á svörtum markaði, en nú eru aðeins um 21 þúsund tunnur framleiddar á dag.