Nýir raforkuskattar og hækkun annarra skatta á m.a. álver takmarka möguleika Norðuráls til að greiða orkuverð sem getur tryggt lágmarks arðsemi virkjana, að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS Orku. Hann skrifar um tafir á framkvæmdum við byggingu álvers í Helguvík í aðsendri grein í Víkurfréttum . Hann segir m.a. að  bygging nauðsynlegra flutningsmannvirkja til flutnings orkunnar enn ekki tryggða. Enn liggi t.d. beiðni vegna eignarnáms óafgreidd á borði Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Júlíus Jónsson forstjóri HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja).
Júlíus Jónsson forstjóri HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja).
© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)

Þessu til viðbótar segir Júlíus að Landsvirkjun hafi hafnað aðkomu að álveri í Helguvík þar til tryggð sé orka frá öðrum framleiðendum, svo sem HS Orku eða Orkuveitu Reykjavíkur.

„Orkuveita Reykjavíkur á af margvíslegum ástæðum í erfiðleikum með að útvega umsamda orku umfram þau 47,5 MW sem þegar hafa verið afhent. Vegna mjög hertra reglna stjórnvalda um brennisteinsvetni, sem ganga umtalsvert lengra en almennt gerist í Evrópu, getur OR væntanlega ekkert virkjað frekar á næstu árum. Lausn á þessu vandamáli er mjög kostnaðarsöm, bæði í fjárfestingu og rekstri, sem dregur þá að sama skapi verulega úr arðsemi virkjana og líkum á að unnt verði að afhenda orku til álversins,“ skrifar Júlíus.