*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Innlent 30. júní 2020 15:19

Þau 15 lönd sem opnað verður fyrir

Loks birtur listi þeirra 15 landa utan ESB sem fá að ferðast til Schengen svæðisins á morgun, meðal annars Kína.

Ritstjórn
Ferðamenn frá 15 löndum utan landamærum Evrópusambandsins og Schengen svæðisins fá að leyfi að aðildarlöndum Schengen á morgun.
Haraldur Guðjónsson

Á morgun, 1. júlí, verða ytri landamæri Evrópusambandsins og Schengen svæðisins opnuð en fyrst í dag birti ESB lista yfir íbúa þeirra fimmtán landa sem fá leyfi til að ferðast til aðildarlanda Schengen samkomulagsins, þar af tvö í Evrópu sjálfri, en utan Evrópusambandsins. Túristi segir frá.

Ferðamenn þessara landa ættu því að geta ferðast hingað til lands strax á morgun en listinn verður þó uppfærður á tveggja vikna fresti. Gerð er sú krafa að tíðni nýrra COVID-smita í viðkomandi landi sé sambærileg eða undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna.

Löndin fimmtán eru eftirtalin:

 •  Alsír
 • Kanada
 • Georgía
 • Japan
 • Svartfjallaland
 • Marokkó
 • Nýja-Sjáland
 • Rúanda
 • Serbía
 • Suður-Kórea
 • Taíland
 • Túnís
 • Uruguay
 • Kína