*

mánudagur, 1. mars 2021
Fólk 19. febrúar 2021 14:55

Þrjú til Expectus

Jón Brynjar Björnsson, Steinn Arnar Kjartansson og Þórdís Björk Arnardóttir hafa verið ráðin sem sérfræðingar til Expectus.

Ritstjórn
Steinn Arnar Kjartansson, Þórdís Björk Arnardóttir og Jón Brynjar Björnsson.

Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Jón Brynjar Björnsson, Stein Arnar Kjartansson og Þórdísi Björk Arnardóttur.

Jón Brynjar er með B.Sc. i Rekstrarverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur og MBA frá EDHEC Business School í Nice. Jón starfaði síðast hjá Landsbankanum sem sérfræðingur í viðskiptagreind þar sem helstu verkefni voru uppbyggingu á vöruhúsi gagna ásamt myndrænni skýrslugerð. Þar áður starfaði hann hjá Íslandsbanki sem sérfræðingur í eignafjármögnun. Hjá Expectus mun Jón Brynjar leggja megin áherslu á gerð áætlanalíkana og innleiðingu viðskiptagreindar með Kepion, TimeXtender, PowerBI og fleiri lausnum.

Steinn Arnar er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í iðnaðarverkfræði og stjórnun frá Dansk Tekniske Universitet með áherslu á fjármálagreiningu, bestun og gagnavísindi. Steinn starfaði síðast við viðskiptagreind hjá Dansk Industri og fyrir það starfaði hann meðfram námi hjá Eflu, meðal annars við greiningu og gerð gagnvirkra mælaborða í PowerBI. Hjá Expectus mun Steinn Arnar leggja megin áherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlit hjá viðskiptavinum með TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.

Þórdís Björk er með B.Sc. gráðu í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður hjá Icelandair en er nýlega flutt heim til Íslands eftir að hafa starfað sem GIS sérfræðingur hjá DRMP í Bandaríkjunum. Þórdís mun hjá Expectus leggja áherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlits með TimeXtender, PowerBI og exMon hjá fyrirtækjum og stofnunum.

„Aðstæður síðustu mánaða hafa sett þær kröfur á fyrirtæki að þau geti brugðist hratt við breyttum forsendum. Við höfum aðstoðað fyrirtæki við val og aðlögun stafrænna launa með það að markmiði að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á rauntímaupplýsingum. Jón Brynjar, Steinn og Þórdís eru öflug viðbót við ráðgjafahóp Expectus,” segir Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Expectus, í tilkynningu frá félaginu.