Þrotabú Kaupþings og Klakka, áður Exista, náðu í síðustu viku samkomulagi um heildaruppgjör krafna. Það felur í sér að allar kröfur Klakka á hendur Kaupþingi, m.a. vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem fyrrverandi stjórnendur Exista gerðu við bankann fyrir banka- hrunið haustið 2008, ganga upp í kröfur sem bankinn gerði á móti.

Exista átti opna framvirka gjaldmiðlaskiptasamninga við Kaupþing og Glitni fyrir bankahrunið í október árið 2008 og hafa deilurnar um uppgjör þeirra staðið yfir síðan þá.

Í heildaruppgjöri Klakka og Kaupþings var ekki tekið mið af uppgjörsgengi samninganna, að sögn Magnúsar. „Við sömdum ekki um einstakar kröfur heldur voru þær í einum pakka.“

Hefði verið miðað við það gengi sem Exista færði í bækur sínar fyrir hrun má ætla að hagnaður fyrirtækisins hafi getað numið um 200 milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.