Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri segir Seðla­bankann vera að ná tökum á þeim verð­bólgu­myndandi þáttum sem bankinn geti haft stjórn á, fram­haldið ráðist á vinnu­markaði.

„Í mínum huga hafa einkum þrír þættir verið að þrýsta verð­bólgunni upp undan­farið. Í fyrsta lagi er það gengis­lækkunin, sem mun fjara út úr vísi­tölunni á næstu mánuðum. Þá eru það verð­hækkanir á fast­eigna­markaði, sem ég tel að hafi náð há­marki og að á­hrif þeirra muni fara dvínandi þegar líður á haustið. Loks eru það hrá­vöru­verðs­hækkanirnar, sem ég tel að séu líka að fara að ganga til baka. Ég tel að þessir þrír þættir muni snúast og það verði til þess að verð­bólga gangi niður nú á haust­mánuðum. Þá stöndum við frammi fyrir hinum sí­gildu ís­lensku verð­bólgu­hvötum - á borð við launa­hækkanirnar, laus­girta ríkis­fjár­mála­stefnu og annað þess háttar. Það mun skipta miklu að næstu kjara­samningar tryggi verð­stöðug­leika og jafn­framt að ríkið haldi sig hlés um leið og far­sóttin er gengin yfir. Að öðrum kosti er það erfitt fyrir Seðla­bankann að ætla að færa þjóðinni verð­stöðug­leika - sér­stak­lega ef vinnu­markaðurinn gengur í öfuga átt. Við getum ekki annað gert en að bregðast við stöðunni á hverjum tíma - og þá beita peninga­stefnunni sem okkur er boðið sam­kvæmt lögum," segir Ás­geir.

Verka­lýðs­hreyfingin hefur í­trekað kallað eftir banni á verð­tryggðum lánum. Ás­geir sér ekki til­gang í því, verka­lýðs­hreyfingin ætti frekar að leggja lóð á vogar­skálarnar við að tryggja stöðugt verð­lag.

„Verð­tryggð lán komu til sögunnar vegna þess að við réðum ekki við verð­bólguna. Verð­trygging lána var í raun eina leiðin til þess að fólk gæti tekið lang­tíma­lán. Ég vona að við séum að komast á þann stað núna að sá árangur sem við höfum náð í bar­áttunni við verð­bólgu leiði til þess að nafn­vaxta­lán geti tekið við. Ég sé fyrir mér að þetta verði ferli sem gerist með náttúru­legum hætti, ekki vegna þess að fólki sé bannað að taka verð­tryggð lán, heldur vegna þess að það kemur betra lána­form en áður hafa boðist. Ég sé því ekki alveg til­ganginn með því að banna lánin. Ég vildi heldur sjá verka­lýðs­hreyfinguna vinna með Seðla­bankanum að því að tryggja stöðugt verð­lag, þá þurfum við ekki að hugsa neitt meira um verð­tryggingu."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .