Uppsagnir á síðustu dögum í upplýsinga- og fjarskiptatækni í Danmörku leiða til þess að fólk í greininni óttast framtíðina, segir í frétt Politiken . Ekkert bendir til þess að blómatíminn komi aftur, segir blaðið. Á dögunum var 630 starfsmönnum fjarskiptafyrirtækisins TDC sagt upp störfum og samtals hafa hartnær tíu þúsund störf horfið úr greininni á síðustu tveimur árum.

Óttast er að nauðsynlegt kunni að reynast að fækka enn frekar starfsfólki TDC og önnur dönsk fjarskiptafyrirtæki, eins og Telia og Tellabs, hafa líka sagt upp fólki á síðustu mánuðum.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.