*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 7. júlí 2018 08:38

TM ætlar að kaupa Lykil á 10,6 milljarða

Á grundvelli kauptilboðs TM í Lykil, hefur Klakki ákveðið að hefja einkaviðræður við TM um kaup á Lykli.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tryggingamiðstöðin tilkynnti föstudaginn 22. júní 2018 að félagið hefði lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun. Á grundvelli tilboðsins hefur seljandinn, Klakki, ákveðið að hefja einkaviðræður við TM um kaup á Lykli fjármögnun. Þetta kemur fram í tilkynningu TM til kauphallar.  

Kauptilboðið nemur 10,6 milljörðum króna og er háð ýmsum fyrirvörum, svo sem um áreiðanleikakönnun og niðurstöðu hennar, samþykki Fjármálaeftirlitsins um að TM megi fara með virkan eignarhlut í hinu selda félagi og að Samkeppniseftirlitið samþykki eignarhaldið.

Stikkorð: TM Klakki Lykill
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is