Síðasta árlega samanburðar rannsókn Pew-stofnunarinnar bandarísku á stöðu fjölmiðla á alþjóðavettvangi leiðir í ljós merkilegt samhengi milli þess trausts sem fólk ber til fjölmiðla og stjórnarfarsins. Sem þó ætti ekki að koma verulega á óvart, í stöðugu og góðu lýðræðisþjóðfélagi er eðlilegt að þetta fari saman og eins í lélegri ríkjum að þar ríki vantraust til hvors tveggja. En svo er hitt vissulega til í sumum síður þróuðum ríkjum, að þar trúa menn stjórnarherrunum nánast óþægilega vel og fjölmiðlum þeirra sömuleiðis.

Ísland var raunar ekki rannsakað sérstaklega en það liggja fyrir tölur frá í fyrra um traust til bæði fjölmiðla (29%) og Alþingis (22%) og því er Ísland haft með á myndinni hér að ofan. Gaman að vera þar á sama stað og Argentína.