Alls voru 5.784 sakamál afgreidd hjá héraðsdómstólum árið 2008. Rúmlega 97% málanna hafa komið frá lögreglustjóraembættum hin síðari ár en 3%, rýmlega 179 mál á ári, frá ríkissaksóknara.

Þetta kemur fram í Landshögum, riti hagstofunnar, sem gefið var út í dag.

Úrskurður í gjaldþrotamálum voru samtals 960 árið 2008, þar af 202 vegna einstaklinga en gjaldþrotaúrskurðir lögaðila voru 758.

Almennum einkamálum fjölgar á milli ára

„Almennum einkamálum sem afgreidd voru frá héraðsdómstólum landsins fjölgaði úr 13.839 árið 2007 í 18.492 árið 2008, þar af voru 17.278 útivistarmál (hinn stefndi sækir ekki dómþing) en fjöldi þeirra sveiflast mikið milli ára. Fjöldi munnlega fluttra einkamála (hinn stefndi sækir dómþing og tekur til varna) er hins vegar stöðugri milli ára og voru 1.214 slík mál afgreidd frá héraðsdómstólum árið 2008.“